Þakviðgerðum endanlega lokið

Þá er búið að ljúka öllum þakviðgerðum á Reyðarfirði og Egilsstöðum, ásamt tengdum og afleiddum verkefnum sem fylgdu með í pakkanum.
Þetta verk er búið að spanna langan tíma, eða um það bil 3 ár hjá okkur, frumskoðun og rannsóknir,
sem unnið var með Ríkharði Kristjánssyni sem þá var starfandi hjá ÍAV og leiddi verkefnið af stað fyrir þeirra hönd.
Að vera byggingarstjóri á verki af þessari gráðu er krefjandi og skemmtilegt, fyrir utan reynsluna sem situr eftir og þekkingu til að
geta stýrt og unnið verkefni af þessum toga, því vinnubrögð og fagmennska í svona verkum skiptir öllu máli.
Ekki er nóg að skipta um myglaða byggingarhluta heldur þarf einnig að laga þær aðstæður sem valda skemmdunum, sé ekkert lagað eða breytt
við viðgerð þá hlýtur að vera líklegt að viðgerðin bili líka síðar ??

 

Set inn 2 myndir úr verkinu sem sýna skrúfun á þökunum og nýju loftunarlistana.
2015-08-25 16.13.27 IMAG4454