16.03.2017

Það er ýmislegt að gerast í kringum okkur þessa dagana.

Lokaspretturinn hafinn í klæðningum á frystihúsinu, vinna við milliveggi í slökkvistöð komin vel af stað innandyra, stálsmiðir eru að reysa stiga og pall upp á milliloft í slökkvistöðinni  og klæðningargenginu miðar vel áfram.

Verkefnastaða fyrirtækisins framundan er mjög sterk og því verða væntanlega einhverjar ráðningar nýrra starfsmanna framundan.
Verkefni sem bíða eru á Breiðdalsvík, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Stöðvarfirði.

Einnig hefur orðið mikil aukning í skoðun fasteigna, með tilliti til raka og myglu, skoðanir við sölu og kaup fasteigna hafa verið að aukast
og er þessi þáttur orðið nánast 1 starf innan fyrirtækisins.

Þjónusta við viðhald og nýsmíði í formi ráðgjafar og þjónustu byggingarstjóra hafa einnig verið að aukast og eru nú í gangi 4 verkefni og 2 sem fara í gang, núna í vor og sumar.

 

 


Frekari upplýsingar á tölvupósti eða í síma :

ogsynir@ogsynir.is

Þorsteinn 821-9747