Smá uppfærsla

Það er fullt að gerast hjá okkur þessa dagana, verið að ráða fólk fyrir sumarið og eða lengri tíma og starfsmannafjöldinn kominn í 10 manns þegar skólarnir skila okkur fólkinu sem er þar.

Starfsstöðin á Seyðisfirði er að verða fjögurra manna vinnustaður og mörg skemmtileg verkefni í gangi þar og einhver verkefni að fara af stað í sumar..
Verkefnin á Breiðdalsvík geyma 3-4 menn og þar eru fleiri verkefni á teikniborðinu.
Á Reyðarfirði er verið að starta byggingu á einbýlishúsi í Stekkjarholti og einhver minni verkefni á döfinni samhliða því verki.

Í gær var svo opnað útboð á vegum Fjarðabyggðar í þakrif og endurbyggingu við Réttarholt á Reyðarfirði þar sem Og Synir / Ofurtólið átti lægsta boð, 46.586.260 kr.

Á teikniborðinu er svo næsta nýbygging, 160 ferm einbýli + bílskúr, teikning væntanleg í næstu viku.

Þangað til næst ..