Framkvæmdir í gangi

Ýmislegt á döfinni þessa dagana, á Seyðisfirði er unnið að verklokum á áhaldahúsi og slökkvistöð, smíðavinnan þar er langt komin og ætti að klárast í þessum mánuði, lagnavinna er langt komin í slökkvistöð og er að hefjast af krafti í áhaldahúsinu sjálfu.

Vinna við endurnýjun á gólfi í Herðubreið er hafin og þar er stefnt á verklok 16 júní, í breyttum sal með 5 nýjum stórum gluggum í enda salarins sem verða endurnýjaðir í leiðinni.

Ýmis verkefni bíða svo á Seyðisfirði og fara línur að skýrast í þeim málum á næstu dögum.
Starfsstöðin á Seyðisfirði er nú skipuð 4 heimamönnum og mögulega bætist meira við þann hóp.

Verkefnin í Fjarðbyggð eru af ýmsum toga, klæðningar á Breiðdalsvík sem ættu að klárast á næstu vikum, viðgerð á húsi Johann Rönning á Reyðarfirði, einnig er búið að vinna talsvert við Salthúsið á Stöðvarfirði, í viðhaldi rafmagns og ýmis minni verkefni.
Nýbygging í Stekkjarholti er að skríða af stað, en aðeins er beðið eftir endanlegum teikningum þar til að geta blásið verkið á af fullum krafti.
Viðgerð á þaki blokkarinnar í Réttarholti á Reyðarfirði er svo í pípunum, verið er að leggja lokahönd á samninga við Fjarðabyggð um verkefnið.
Nú starfa 6 menn hjá okkur í Fjarðabyggð, smiðir,nemar,verkamenn og rafvirki og vonumst við til að geta bætt fleiri smiðum við þann hóp sem allra fyrst.

Á teikniborðið eru að fara amk 9 íbúðir í ýmsum húsgerðum og stærðum sem rísa ef allt gengur eftir, víða í Fjarðabyggð og verið er að skoða möguleikana á nýbyggingum á Seyðisfirði í framhaldi/samhliða þeim áformum.