Verksamningur Herðubreið

Í gær var skrifað undir verksamning vegna endurnýjunar á gólfi Herðubreiðar á Seyðisfirði, áætluð verklok eru 8 júní.
Verkið felst i að koma fyrir burðargrind og klæða með nótuðum gólfplötum, á þær er svo lagt genheilt niðurlímt parket, sem á að slípa og olíubera.
Gott verkefni fyrir þá 4 starfsmenn sem eru staðsettir á Seyðisfirði.

Verið er að bora fyrir undirstöðum / stálfestingum sem munu bera gólfið, búið að fjarlægja eldri ofna og ofnalagnir í gólfi og vinna við brunaþéttingar milli rýma að hefjast.
Efni í burðarvirkið er komið á staðinn og parketið ætti að skila sér á næstu 1-2 vikum.