Framundan

Í upphafi framkvæmda við Hlíðargötu á Fáskrúðsfirði og Öldugötu á Reyðarfirði er rétt að vekja athygli á að á báðum stöðum geta orðið tímabundin óþægindi vegna umferðar stórra ökutækja og efnisaðfanga. Á Fáskrúðsfirði er um að ræða umferð með ruslakör og byggingarefni, en ætti ekki að valda neinum óþægindum. Við Öldugötu á Reyðarfirði er verið að hefja framkvæmdir við nýbyggingu og einhver umferð vörubíla, steypubíla og annara stórra ökutækja verður núna á næstunni meðan steypt er í sökkla og plötu.

Vonum að það komi ekki að sök og valdi litlu ónæði og óþægindum íbúa nærliggjandi húsa.